Bílson ehf er stofnað 2. nóvember 1984 í 80 fm húsnæði að Langholtsvegi 115. Starfsmenn voru tveir fyrsta árið. Fyrirtækið sérhæfði sig í stillingum á öllum gerðum bifreiða. Fyrsta árið voru tveir starfsmenn vinnandi, sem fjölgaði í fjóra árið 1987. Á þeim tíma var ekki hægt að vinna með lokaðar dyr, sökum plássleysis, svo starfsmenn urðu að vinna vel klæddir í gættinni.
Um áramótin 1989 – 1990 var reksturinn fluttur í annað húsnæði að Ármúla 15. Fyrstu árin vorum við aðeins í hluta húsnæðisins, eða í um 250 fm. Húsnæðið gaf möguleika á stækkun sem ráðist var í 1991 og bætt við rúmum 70 fm. Árið 1996 var húsnæðið keypt og bætt við síðasta hlutanum. Fyrirtækið flutti svo að Kletthálsi 9 um áramótin 2012 – 2013 og starfar í dag í 1.400 fm húsnæði með stóru útistæði.
Þjónustusamningur var gerður við HEKLU hf 1991 um þjónustu á þeim bifreiðum sem þeir hafa umboð fyrir. Frá árinu 2014 höfum við svo eingöngu sinnt Volkswagen, Volkswagen atvinnubílum og SKODA bifreiðum. Samstarfið við HEKLU hefur verið mjög farsælt. Starfsmannafjöldi hefur farið vaxandi í gegnum öll ár og er um 20 manns í dag. Margir starfsmenn hafa náð yfir 10 árum við störf hjá fyrirtækinu, hafa komið til okkar á síðasta námsári úr skólanum, tekið sveinspróf og unnið í árafjöld á eftir.
Bjarki Harðarson keypti rekstur fyrirtækisins á fyrsta ári þess og hefur unnið þar frá þeim tíma utan tæplega tveggja ára fjarveru sem hann var við störf sem þjónustustjóri HEKLU. Elsti starfsmaður Bílson er Sveinn Tómasson sem hóf störf í júlí 1992.